28.2.2009 | 23:45
Enginn er ómissandi !
Það kom mér verulega á óvart að heyra í dag að Ingibjörg Sólrún ætlaði að bjóða sig fram á ný sem formaður Samfylkingarinnar og standa þar með við hótun sína um að halda áfram í stjórnmálum. Hún telur sig hafa fært Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherrastólinn meðan að öllum er ljóst að Jóhanna er sú sem þjóðinn valdi og treysti fyrir þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru.
Samfylking þarf að koma heil fram í næstu kosningum, forsætisráðherra Samfylkingarinnar ætti líka að vera leiðtogi flokksins og formaður. Þjóðinn hefur sameinast um Jóhönnu og það þarf flokkurinn að fá að gera líka. Samfylkingin hefur ekki efni á meðvirkni lengur. Of mörg mistök hafa verið gerð, stjórnleysi í veikindaleyfi Ingibjargar, gagnslaus varaformaður sem fékk ekki náð fyrir augum flokksins.
Endurnýjun í forystu Samfylkingar er alveg jafn mikilvæg og endurnýjun í öðrum flokkum, flokkurinn bar ábyrgð og þarf að axla hana. Það er ekki nóg að Björgvin fórni sér fleiri þurfa að viðurkenna mistök og læra af þeim.
Athugasemdir
ISG kom mér ákaflega mikið á óvart með sinni ákvörðun. Ég taldi öruggt að hún hætti núna. Mér finnst hún gera enn ein mistökin með þessu.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.