Fjölkjarnasveitarfélagið Austurland

Þau miklu tíðindi gerðust á aðalfundi Sambands Austfirskra Sveitarfélaga á Seyðisfiðir 25. september að sveitarstjórnarmenn á Austurlandi samþykktu einróma að vinna að sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í eitt sveitarfélag. Það er mikilvægt að sá einrómur sem  ríkti á aðalfundinum smitist  til íbúa í ólíkum samfélögum á Austurlandi. Það er mikilvægt að umræða um sameiningu fari fram ekki eingöngu í sveitarstjórnarpólitíkinni heldur einnig hjá íbúum sveitarfélaganna.

Undanfarin ár hefur byggðastefna á Íslandi verið mótuð í iðnaðarráðuneytinu af örfáum aðilum sem horft hafa til rannsókna prófessors Stefáns Ólafssonar um byggðaþróun og fólksflótta af landsbyggðinni.  Niðurstaða þeirra rannsókna var í stuttu máli sú að best væri fyrir stjórnvöld að velja ákveðin lífvænleg kjarnasvæði á landsbyggðinni til að efla og að þessi kjarnasvæði virkuðu þá sem nokkurskonar höfuðborgir fyrir ákveðin landssvæði.  Þessi hugmynd er í algerri andstöðu við þá byggðastefnu sem hafði um langt árabil verið mótuð á Austurlandi, þar sem hugmyndin var að ólíkir kjarnar og sveitir ynnu saman að því að byggja upp og veita íbúum nauðsynlega þjónustu. Í byggðastefnu austfirskra sveitarfélaga var hugmyndin að dreifa stjórnsýslu og dreifa valdi þannig að hvert svæði bæri vissa ábyrgð og hefði forystu í ákveðnum málum.

Með samneiningum sveitarfélaga undanfarin ár hafa orðið til tvö fremur stór sveitarfélög sem hafa unnið með öðrum minni á vettvangi SSA. Að mínu mati hefur þessi þróun að mörgu leiti grafið undir hugsjónum og hugmyndafræði sem skapaðist hafði í samstarfi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem samfélögin komu saman að uppbyggingu stoðþjónustu sem og að stefnumótun varðandi þróun Austurlands varðandi atvinnulíf, menningu, menntun og velferð.  Með tilkomu tveggja sveitarfélaga hljóp ákveðinn veldisvöxtur í uppbyggingu á stjórnsýslu sveitarfélaganna, efasemdir vöknuðu um tilgang samstarfssins og samkeppni myndaðist um hvar væri höfuðstaður Austurlands væri staðsettur.

Höfuðborgarheilkenni er einkenni á svokallaðri 2007 byggðastefnu sem sett er fram til höfuðs því íbúalýðræði sem einkennir lítil samfélög. Það er mikilvægt að þegar farið verður í stefnumótun og umræður um sameinað Austurland þá verði byggt á þeim gildum og hugmyndafræði sem var við lýði við stofnun SSA.  Það er mikilvægt að sameiningin nú snúist ekki um áframhaldandi kjarnavæðinu Austurlands heldur um viðurkenningu á fjölbreyttni og karakter ólíkra samfélaga, kjarna og sveita á Austurlandi.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband