Á Samfylkingin að ganga bundin eða óbundin til kosninga?

Það eru margir sem vilja sjá kosningabandalag Vinstri Grænna og Samfylkingar (jafnvel þannig að Framsókn fylgi með, þó ekki séu allir sáttir við það) þannig að fólk viti hvað það er að kjósa. Ég hef dálitlar áhyggjur af slíkum bandalagshugmyndum þar sem samningaviðræður við ESB eru það sem mér finnst vera stærsta kosningamálið hér á landi samhliða því sem endurnýjun eigi sér stað í öllum flokkum. Mér finnst út í hött að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Ísland eigi að taka upp viðræður, slík ákvörðun yrði ávallt óupplýst og byggð á mjög óupplýstri umræðu um ESB og því að við töpum fullveldinu.

Það er gott fólk í öllum flokkum og það er undiralda í öllum flokkum, fyrirgreiðslupólitík tíðkast alls staðar og við sem höfðum misst trúnna á stjórnmálin erum að bjóða okkur fram í öllum flokkum. Ég trúi því að Samfylkingin eigi að ganga óbundinn, endurnýjuð og sterk til næstu kosninga. Best væri ef Framsókn myndi einfaldlega ganga í Samfylkinguna líkt og Íslandshreyfingin gerði nú á dögunum, það er nánast enginn skoðanamunur á þessum flokkum - einnig gæti verið um samruna að ræða í einn stóran og öflugan Jafnaðarmannaflokk.  En líklega verður ekki af þeim draumi mínum, til margra ára, í bráð.

Samfylkingin getur unnið stórsigur í næstu kosningum undir forystu Jóhönnu og með uppstokkun í forystu flokksins. Flokkurinn verður að láta það ráðast við hverja verður samið eftir kosningar, ef Vinstri Grænir hafa það vald að svæfa Evrópusambandsumræðuna endalaust þá höfum við ekki efni á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu. Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indridi Indridason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband