Framtíð byggð á trausti og samstöðu

Undanfarina viku hef ég verið að fara um kjördæmið og spjalla við fólk. Í þessum heimsóknum hef ég meðal annars spjallað við útgerðarmenn bæði á Fáskrúðsfirði og Dalvík. Í báðum samtölum kom fram að á tímum einkavæðingar hefði miðstýring og uppbygging á opinberum og einkareknum eftirlitsiðnaði stóraukist. Áherslan hafi farið frá því að eftirlit hafi verið framkvæmt í samstarfi við útgerðarmenn yfir í að hlutverk umræddra eftirlitsaðila væri orðnir að hálfgerðum CIA mönnum. Umræddir útgerðarmenn voru með margar góðar hugmyndir um hvernig mætti breyta þessu kerfi til betri vegar og í samstarfi við iðnaðinn, byggt á trausti fremur en tortryggni. Fyrir mér var þessi umræða enn ein sönnunin fyrir því að við þurfum að fara í gegnum öll okkar samfélagskerfi og fara í alhliða endurskoðun á þeim opinberu og einkavæddu kerfum sem stjórnvöld hafa verið að smíða undanfarin ár í hinum ýmsu atvinnu- og verlferðarmálum. 

Við hjónin fórum saman í heimsóknir á Dalvík enda þekkir Gestur (Gestur Helgason) vel til í bænum en það sem mér fannst mest áberandi á Dalvík var hve mikil bjartsýni ríkti um komandi tíð. Þar koma fram að mikilvægasta væri að minni samfélög fengju að vera í friði með sitt atvinnulíf og uppbyggingu þess en undanfarin ár hafi byggðastefna á Íslandi í raun falist í forræðishyggju, frjálsu framsali aflaheimilda og þeirri tálsýn að best væri að búa í borginni.

Ég er sannfærð um að líkt og 20. öldin var tími borganna þá verður 21. öldin tími hinna dreifðu byggða. Jöfn/janfnari búseta í landinu er forsenda þess að hér skapist öflug ferðaþjónusta auk þess sem lífskjör í 2000 manna byggðarlagi eru mun betri en í 200.000 manna byggðarlagi. Fólk líkt og aðrar lífverur þarf pláss til að þroskast og dafna eðlilega, við þurfum súrefni og samfélag þar sem fólk lítur til með hvort öðru og stendur saman að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband