Takk fyrir mig !

Til þeirra sem studdu mig í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austur kjördæmi. Alls kusu 1245 mig í 1-8 sæti í prófkjörinu eða um helmingur allra sem kaus. Þessum aðilum sem og þeim sem studdu mig og hvöttu áfram til að taka þátt vil ég þakka. Grin

Þátttaka í prófkjöri er góður skóli sérstaklega þegar maður ákveður þátttöku og reynir að afla fylgi á tveimur vikum meðfram vinnu, námi og fjölskyldu (sem vissulega hefur haft lítið af mér að segja þennan tíma). Mér tókst að finna tæplega þrjá daga á þessum tíma til að fara um og hitta fólk og af því ferðalagi lærði ég mest. Samt sem áður hef ég ábyggilega ekki hitt nema um 200 af þeim aðilum sem kusu mig, þannig að hinir hafa væntanlega metið mig útfrá þeim 150 orðum sem birt voru í kosningaritinu (takk fyrir það).

Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið of sátt þegar úrslitin voru gerð kunn, enda stefnan sett á 2.-4. sæti þá sá ég eftir að runnið var af mér keppnisskapið að í raun var um ágætis árangur að ræða. Kona sem skráði sig í flokkinn í haust, hefur aldrei mætt á Landsfund og lítið sem engan þátt tekið í pólitísku starfi hingað til, náði samt þessum árangri. Svo voru líka 4 konur á 8 manna lista (hefði auðveldlega verið hægt að búa til fléttulista!) sem er frábært, sérstaklega í þessu kjördæmi. Áfram stelpur! Smile

Ég fór í pólitík af því ég var pirruð og reið út í pólitíkina og í stað þess að gefa hana upp á bátinn alfarið og beita mér að uppbyggilegri hlutum þá ákvað ég að reyna að hafa áhrif, vonandi til hins betra. Vinir mínir voru farnir að stríða mér af því að ég gengi undir titlinum reiða konan enda farin að labba út af opnum stjórnmálafundum og fundum um ónýta byggðastefnu iðnaðarráðuneytisins (eitthvað sem ég ætla að ræða við Össur á næsta landsfundi). Fyrir þá sem kusu mig þá lofa ég að vera vakandi, gagnrýnin, hugmyndarík og síðast en ekki síst námsfús og auðmjúk (þ.e. gagnvart íbúum kjördæmisins ekki stjórnmálamönnum, enda ekki á þá treystandi) á næstu misserum í kosningabaráttu Samfylkingarinnar.

 Takk fyrir mig !  Stefanía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband