25.4.2009 | 11:24
Kosningarnar í dag af hverju erum við ekki að kjósa um ESB?
Ég hef verið mjög hugsi yfir þróun mála í kosningabaráttunni og þá sérstaklega málflutning Vinstri Grænna, flokk sem mér hefur hingað til þótt mikið til koma. Þeir standa nú þversum í vegi fyrir því að við getum farið í aðildarviðræður við Evrópusambandið, verkefni sem fyrir mér og mörgum öðrum er forgangsmál í efnahagslegri og stórnsýslulegri endurreisn Íslands.
Framsóknarmenn, stefna sem byggir á jákvæðum grunni, hafa líka brugðist þjóðinni í Evrópumálunum, þeir samþykktu á landsfundi sínum að fara í aðildarviðræður en hafa svo ekkert talað um þessi mál síðan, heldur lagt áherslu á hókus, pókus "lausnir" í Efnahagsmálum. Hvernig stendur á þessu?
Sjálfstæðismenn hættu við að vera Evrópusinnar og eru nú áttavilltir og forystusauðirnir vafra um og tala gegn eigin sannfæringu í málinu til að styggja ekki þann harða og oft á tíðum afturhaldssama hóp sem eftir varð í sjálfstæðisflokknum eftir hrunið. Á sama tíma mælir jafnaðarkonan Ólöf Norðdal fyrir því að við förum í aðildarviðræður ekki bara til að taka upp Evru heldur til að vera þjóð meðal þjóða og tapa ekki endanlega ærunni gagnvart nágrönnum okkar og vinum í Evrópu (við getum ekki staðið ein - líkt og Samfylkingin hefur verið að segja í á annan áratug).
Kosningabaráttan var leiðinleg afþví að hún snérist ekki um það sem máli skiptir, endurreisn og lausnir, heldur um spillingu, mútur og ódýrar "patent-lausnir". Miðað við þessa baráttu og vonandi stórsigur Samfylkingarinnar þá væri mín óskaríkisstjórn (Ísland í samfélagi þjóðanna og endurreisn atvinnulífsins) Samfylkingin, Borgarhreyfing og Framsókn með Samfylkinguna í forsæti (einsog ég skil málið þá eru þetta allt flokkar sem byggja á jafnaðarmennsku).
Gleðilegan kosningadag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.